Jökull í Kaleo of myndarlegur fyrir Kate Moss

Hljómsveitin Kaleo kom fram í partíi sem útvarpsmaðurinn Smutty Smiff hélt á Ace-hótelinu í Lundúnum á dögunum.

Partíið fór fram eftir ljósmyndasýningu Bob Gruens, félaga Smutty. Ofurfyrirsætan Kate Moss mætti í partíið og vildi alls ekki láta mynda sig með Jökli í Kaleo. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Smutty segir í viðtali í Fréttablaðinu að viðstaddir hafi kunnað virkilega vel að meta Kaleo:

Þeir stigu út úr flugvélinni og fóru beint að spila. Alvöru rokk og ról. Kate var í baksviðsherbergi Kaleo í klukkutíma og fannst þeir frábærir. Ég spurði hana hvort hún vildi ekki láta mynda sig með Jökli, söngvara Kaleo, og hún sagði: „Nei, hann er of myndarlegur.“

Á meðal gesta í partíinu voru Paul Cook, trommari Sex Pistols, og Marc Almond, úr Soft Cell, en hann birti þessa hressu mynd af sér með Smutty og Jökli á Twitter eftir partíið.

Jökull segir að Kate hafi verið virkilega hress. „Svo sem ekkert meira um það að segja. Þetta var mjög skemmtilegt og svolítið öðruvísi að spila í þessu partíi. Það voru margir skemmtilegir karakterar þarna og allir hressir á því,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið.

Auglýsing

læk

Instagram