Auglýsing

Jón Baldvin tjáir sig: „Hreinn upp­spuni“

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir yfirlýsingu í Fréttablaðinu í dag að þær sögur sem birst hafa í fjölmiðlum að undanförnu um hegðun hans gangvart konum séu hreinn uppspuni eða skrumskæling á veruleikanum.

„Þessar sögur eiga það meðal annars sam­eigin­legt að vera ýmist hreinn upp­spuni eða því­lík skrum­skæling á veru­leikanum, að sann­leikurinn er ó­þekkjan­legur. Sann­leikurinn er því nú þegar fyrsta fórnar­lambið í þessu leik­riti,“ segir Jón Bald­vin í yfir­lýsingunni, sem ber yfirskriftina  Án dóms og laga og birtist eins og áður segir í Fréttablaðinu í morgun.

Jón Baldvin segir að allar tilraunir til sátta hafi verið árangurslausar. Hann segir þau Bryndísi hafa ákveðið að halda málinu utan dómstóla og því ætli þau hvorki að lögsækja Aldísi né frændsystur Bryndísar sem eiga hlut að máli. „Fremur kjósum við að láta þetta yfir okkur ganga; og bera harm okkar í hljóði að sinni.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing