Auglýsing

Aldís Schram segir frá því hvernig Jón Baldvin misnotaði aðstöðu sína í áhrifaríku viðtali: „Það er hetja að tala núna“

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar segir að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem sendiherra þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Aldís greindi frá þessu í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Aldís telur að samtal við föður sinn árið 1992 vegna kynferðisbrota sem gömul skólasystir hennar sagði henni frá hafi orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungavistuð á geðdeild. Þá sagði skólasystir Aldísar að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega.

Eftir að hún gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala í fölsku yfirskini. Þar hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og henni haldið þar í mánuð. Hún hafi ekki fengið upplýsingar um greininguna og nauðungarvistunina fyrr en árið 2013.

Aldís var samtals nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár eftir atvikið. Hún segir að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún verið handjárnuð og flutt á geðdeild.

Aldís hefur lengi haldið því fram að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn henni og fjölda kvenna en hefur ávallt verið sögð geðveikt af fjölskyldu sinni og að frásagnir hennar séu ekki trúanlegar.

Töluvert hefur verið fjallað um kynferðisofbeldi Jóns Baldvins í fjölmiðlum undanfarið eftir að fjórar konur stigu fram í Stundinni og sögðu frá reynsu sinni af honum. Frásagnir kvennanna spanna frásagnir á um 50 ára tímabili en þær nýjustu eru frá síðasta ári. Hundruð kvenna eru í lokuðum #metoo hóp á Facebook þar sem frásögnum af kynferðisofbeldi hans er deilt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing