today-is-a-good-day

Sigmar rólegur yfir kæru Jón Baldvins: „Frétta­menn eru ekki ábyrg­ir fyr­ir um­mæl­um annarra“

Fréttamaðurinn Sigmar Guðmundsson fékk í dag á sig kæru frá Jóni Baldvini Hannibalssyni vegna ummæla sem látin voru falla í viðtali við Aldísi Schram í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Sigmar segir það áhugavert að það sé verið að stefna honum fyrir ummæli annarrar manneskju en er rólegur yfir þessu öllu saman. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Jón Baldvin stefnir Aldísi dóttur sinni, RÚV og Sigmari Guðmundssyni fyrir meiðyrði

Jón Baldvin Hannibalsson krefur Sigmar um 2,5 milljónir króna en hann stefnir einnig Aldísi dóttur sinni. Hann gerir ekki fjárkröfur á hendur hennar en krefst þess að ummæli hennar verði dæmd dauð og ómerk.

Sigmari er stefnt fyrir fern ummæli úr viðtalinu en hann segir þau ummæli vera endursögn á ummælum Aldísar úr viðtalinu og ummælum sem hún hafði birt opinberlega á Facebook. Hann hefði haldið að það væri búið að margstaðfesta það að fréttamenn séu ekki ábyrgir fyrir ummælum annarra.

„Það kæmi mér mjög á óvart ef það er hægt að sak­fella blaðamann fyr­ir það að hafa rétt eft­ir ann­arri mann­eskju eða vera gerður ábyrg­ur fyr­ir um­mæl­um annarr­ar mann­eskju,“ segir Sigmar við mbl.is.

Auglýsing

læk

Instagram