Jón Viðar opnar nýtt bardagagym í Reykjavík: „Gymmið er ekki Mjölnir tvö“

Auglýsing

Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi forseti Mjölnis, opnar á næstu dögum nýtt bardagagym a Stórhöfða 17. Jón segir í færslu á Facebook að gymmið sé ekki Mjölnir tvö og ætlar að bjóða upp á öðruvísi þjónustu.

Jón Viðar steig til hliðar sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis í lok ágúst í fyrra. „Á næstu dögum mun ég opna nýtt gym ásamt félögum mínum úr lögreglunni. Nú er unnið dag og nótt svo sá draumur verði að veruleika,“ segir hann í færslu sinni á Facebook.

Gymið mun bera hið volduga nafn Týr. En Týr er guð hernaðar í norrænni goðafræði. Ég hef verið með nafnið Týr á heilanum síðan ég var peyji á fótboltaæfingum Týs í Eyjum.

Jón Viðar leggur áherslu á að gymmið sé ekki Mjölni tvö, heldur verði boðið upp á öðruvísi þjónustu. „ISR Matrix kerfið verður þar í miklu aðalhlutverki. En ISR er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur kerfið verið í stanslausri þróun í yfir 20 ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ svartbeltingum og hnefaleikamönnum,“ segir hann.

Hefðbundinn bardagaíþróttasalur verðuru í Tý ásamt lyftingasvæði, gerviíbúð sem notuð verður í æfingar og átök ásamt öryggisherbergi með þykkari dýnum á veggjum fyrir harðari átök. Þáverður sérstaklega útbúinn bíll, fyrir æfingar og átök, lagður beint fyrir utan húsnæðið. „Átökin geta gerst alls staðar og ber ISR kerfið höfuð og herðar í þjálfun fyrir aðstæður sem enginn vill lenda í,“ segir Jón Viðar.

Auglýsing

„Við bjóðum upp á þjónustu fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnanna sem vilja tryggja sér meira starfsöryggi. Einnig bjóðum við upp á sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur og svo ISR öryggistök og neyðarvörn fyrir almenning.“

Í febrúar verður boðið upp á þrekæfingar sem bera nafnið Hermóður. „Meira um það seinna,“ segir Jón Viðar leyndardómsfullur. Hann segir að takmarkaður fjöldi komist að í Tý og segir að þjónustan verði fagmannleg og persónuleg. „Au auk þess að bjóða upp á gott félagslíf.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram