Justin Bieber hafnaði hálfum milljarði fyrir að syngja fyrir Repúblikanaflokkinn

Justin Bieber hafnaði fimm milljón dala tilboði, um 590 milljónum íslenskra króna, fyrir að koma fram á landsþingi Repúblikanaflokksins. Bandaríski vefmiðillinn TMZ greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildum TMZ barst Bieber boð frá repúblikönum um að halda 45 mínútna tónleika í tónleikasal nærri ráðstefnuhöll Repúblikanaflokksins meðan landsfundurinn stóð yfir síðustu viku.

Bieber var lofað að tónleikarnir ættu ekki að vera pólitískir og honum var ekki gert að lýsa yfir stuðningi við Trump. Þess var þó krafist að hann myndi ekki tala illa um Trump og flokk hans.

Þetta hefði orðið stærsti launaseðill sem Bieber hefur fengið fyrir eina tónleika. Sagt er að hann hafi leitað ráða hjá körfuboltamanninum LeBron James sem er sagður hafa hvatt söngvarann til að hafna tilboðinu.

Scott Braun, umboðsmaður Bieber, er mikill stuðningsmaður Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata. Hann sagði skjólstæðingi sínum að finna sér nýjan umboðsmann ef hann tæki tilboðinu.

Auglýsing

læk

Instagram