Kaleo horfir til Bandaríkjanna: Tíðindi væntanleg

Strákarnir í Kaleo eru byrjaðir að horfa til útlanda. Þeir hafa skrifað undir samning við bandarísku umboðsskrifstofuna 888. Þetta kemur fram í DV í dag.

Sindri Ástmarson, talsmaður hljómsveitarinnar, segir í samtali við DV að skrifstofan starfi í kántríheiminum í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Strákarnir hittu umboðsmann frá þeim hér á landi í október og flugu svo í kjölfarið út og skrifuðu undir samning. Ég hef alltaf haf mikla trú á því að þeir næðu langt og ég tel að þetta geti vel komið þeim þangað.

Þá segir Sindri í DV að stórra tíðinda sé vonandi að vænta af tónleikaferðalögum og frekari landvinningum. „Það kemur vonandi stór tilkynning frá okkur fyrir árslok,“ segir hann.

Kaleo var stofnuð fyrir tveimur árum og hefur notið mikilla vinsælda hér á landi. Hlustum á smell:

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram