Auglýsing

Karlmaður handtekinn fyrir að ráðast á lögreglubifreið og bera sig

Karlmaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa ráðist að lögreglubifreið og berað sig. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu vegna málsins en hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í dagbók lögreglu kemur fram að talsverður erill hafi verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Töluvert var um akstur undir áhrifum og þá var brotist inn í skóla í Hafnarfirði rétt eftir miðnætti.

Karlmaður var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi þar sem hann braut og bramlaði heima hjá sér í ölæði. Lögreglan segir ekki verið hægt að gera annað en að vista í fangageymslu þar til af honum rennur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing