Kaupin á Landsbankanum stærstu mistök Björgólfs

Auðkýfingurinn Björgólfur Thor Björgólfsson sendir frá sér bókum líf sitt á næstu dögum. Í viðtali í Viðskiptablaðinu í dag segir hann kaupin á Landsbankanum á sínum tíma hafa verið sín stærstu mistök.

Hann segir í viðtalinu að þegar framboð af hæfu fólki sé, eðli málsins samkvæmt, svona takmarkað sé erfitt að halda uppi flóknu kerfi innviða.

Árið 2002 hafði ég komið mér í þá draumaaðstöðu að ég bjó erlendis, hafði búið mér til peninga erlendis og sá fullt af tækifærum erlendis til að halda áfram. Eini staðurinn sem ég vildi helst ekki starfa á var Ísland, enda var reynsla mín þar ekki góð. Í því ljósi var rangt af mér að fara aftur inn í Ísland. Með því er ég ekki að segja að það hefðu verið mistök fyrir einhvern annan að kaupa Landsbankann. Þetta voru mistök hjá mér persónulega.

Björgólfur segir íslenska kerfið vandamálið — ekki Íslendinga.

„Ég elska Íslendinga, enda eru þeir frábær þjóð og það er ekki til skemmtilegra fólk að verja tíma sínum með,“ segir hann. „Öðru máli gegnir um íslenska kerfið. Það var íslenska kerfið sem tók pabba niður og ég hef áhyggjur af því að Ísland sé að breytast aftur í það Ísland sem var á þeim tíma. En ég held að ég sé ekki eini Íslendingurinn sem elskar þjóðina og fólkið en hefur óbeit á kerfinu. Kerfið er ekki svona slæmt af því að stjórnmálamenn séu vondir eða að embættismenn séu spilltir. Þetta er afleiðing af því hvað við erum fá.“

Auglýsing

læk

Instagram