Auglýsing

Kendall Jenner frelsaði geirvörtuna í myndatöku

Fyrirsætan Kendall Jenner sat berbrjósta fyrir í myndatöku fyrir tímaritið Love. Myndin birtist í tuttugustu útgáfu blaðsins sem kemur út tvisvar á ári.

Kendall var í viðtali í blaðinu þar sem hún talaði um það hvers vegna hún hefði ekki verið sjáanleg í tískuheiminum undanfarið. Hún tilkynnti það að hún hefði þurft að draga sig til baka vegna kvíða.

„Ég kom ekki fram á neinum sýningum á síðasta tímabili. Ég var að vinna í Los Angeles og ég gat ekki tekið meira að mér, ég var að verða geðveik. Ég var nálægt því að fá taugaáfall.”

Hún talaði einnig um frægðina sem hún sagði að væri stundum íþyngjandi. „Ég er mjög, mjög þakklát fyrir lífið sem ég lifi, það er stórkostlegt og ég myndi ekki vilja breyta því en stundum koma dagar þar sem ég óska þess að ég gæti bara labbað úti og allt væri öðruvísi.”

Kendall hefur fengið mikið lof fyrir myndatökuna þar sem hún frelsar geirvörtuna. Beth Ditto situr fyrir á forsíðu tímaritsins í tilefni af tuttugustu útgáfunni en hún var nakin á fyrstu útgáfunni sem kom árið 2009.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing