Kevin Spacey opinberar samkynhneigð sína í kjölfar ásakana um áreitni

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Kevin Spacey kom út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt eftir að leikarinn Anthony Rapp steig fram og sagði frá kynferðislegu áreiti af hálfu Spacey. Rapp segir sögur kvenna af kynferðislegri áreitni af hendi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein ástæðu þess að hann opni sig um þetta nú.

Atvikið átti sér stað fyrir 30 árum en Anthony Rapp, var þá fjórtán ára gamall. Hann sagði sögu sína í viðtali við BuzzFeed þar sem fram kemur að Spacey hafi borið hann inn í rúm og reynt að leggjast ofan á hann. Þó hann hafi verið ungur sá hann strax hvað Spacey var að reyna. „Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér,“ segir Rapp.

Kevin Spacey hefur nú beðið Rapp afsökunar á Twitter-síðu sinni. Þar kemur einni fram að hann hafi verið í samböndum með konum og körlum en vilji nú lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður.

Auglýsing

læk

Instagram