Kim Kardashian og Kanye West væntanleg til landsins, einu sinni búið að fresta ferðinni

Rapparinn Kanye West og raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian eru væntanleg til landsins á næstu vikum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fréttablaðið greinir frá því að þau muni dvelja á 101 hótel og að ferðinni hafi þegar verið frestað einu sinni vegna veðurs. Það kann að útskýra frétt mbl.is um síðustu helgi en þar kom fram að Kanye hafi verið væntanlegur til landsins síðasta sunnudag. Afþreyingarsíðan Jahá.is greindi í kjölfarið frá því að hann væri staddur á landinu. Þegar fréttirnar voru skrifaðar var Kanye staddur í Los Angeles.

Sjá einnig: Kanye West var á tónleikum Justin Bieber í LA þegar íslenskir fjölmiðlar sögðu hann vera á Íslandi

Allar fréttirnar eiga sameiginlegt að greina frá því að Kanye ætli að taka upp myndband hér á landi. Heimildir Nútímans herma að það standi til og samkvæmt Fréttablaðinu verður það ekki tekið upp í Reykjavík heldur á landsbyggðinni.

Ekki er vitað hvaða lag verður fyrir valinu en búast má við að það sé að finna á nýjustu plötu Kanye West, The Life of Pablo.

Kanye og Kim giftu sig árið 2014 og eiga tvö börn saman: Dótturina North West sem fæddist árið 2013 og soninn Saint West sem fæddist í desember á síðasta ári.

Auglýsing

læk

Instagram