Kim Kardashian stefnir slúðurvefmiðli sem sagði hana hafa logið til um ránið í París

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur höfðað mál gegn slúðurfréttasíðu sem hélt því fram að ránið í París í Frakklandi fyrir rúmri viku hefði ekki átt sér stað, að stjarnan hefði verið að ljúga til um það.

Um meiðyrðamál er að ræða og fer stjarnan fram á skaðabætur. Síðan heitir MediaTakeout og stofnandi hennar er Fred Mwangaguhunga.

Sjá einnig: Khloe Kardashian tjáir sig um líðan Kim eftir ránið í París: „Henni líður ekki svo vel“

Stefnan var lögð fram í New York. Í henni segir að eftir að Kardashian hafi orðið fórnarlamb hræðilegs ráns í Frakklandi hafi hún snúið aftur til Bandaríkjanna og orðið fórnarlamb á ný.

Í seinna skiptið hafi það verið vegna slúðurvefmiðils sem kallaði hana lygara og þjóf í nokkrum greinum snemma í þessum mánuði, líkt og segir í stefnunni.

Mwangaguhunga neitaði að biðjast afsökunar vegna málsins.

Auglýsing

læk

Instagram