Komið í ljós hverjir leika í íslensku útgáfu nýrrar Lion King myndar – Þorvaldur Davíð snýr aftur sem Simbi

Endurgerð kvikmyndarinnar Lion King kemur í kvikmyndahús í næstu viku. Myndin verður talsett á íslensku en Fréttablaðið birti í gær lista yfir þá leikara sem munu tala inn á myndina á íslensku. Þorvaldur Davíð mun meðal annars snúa aftur sem Simbi en hann talaði einnig fyrir hann í útgáfu myndarinnar frá árinu 1994. Í þetta sinn mun hann leika fullorðinn Simba.

Sjá einnig: Disney endurgerir Lion King og Þorvaldur Davíð er tilbúinn ef umboðsmaðurinn gefur grænt ljós

Stúdíó Sýrland sá um útsetningu myndarinnar á íslensku. Gabríel Máni Kristjánsson fer með hlutverk unga Simba, Þórunn Jenný Qingsu Guðmundsdóttir leikur unga Nölu og Íris Hólm Jónsdóttir fer með hlutverk fullorðinnar Nölu. Lista yfir leikara myndarinnar má sjá á vef Fréttablaðsins en um er að ræða einvala lið leikara.

Þorvaldur Davíð segir í samtali við Fréttablaðið að það sé mikill heiður að fá að taka þátt í talsetningunni af endurgerðinni. Honum hafi þótt vænt um upprunalegu myndina og því rosalega gaman að fá að taka þátt aftur.

„Sér­stak­lega að fá að lesa fyrir í rauninni sama hlut­verk og ég var í þegar ég var yngri en núna sem eldri maður. Og ég vona bara að fólk verði á­nægt með þessa nýju út­gáfu,“ segir Þor­valdur við Fréttablaðið.

Auglýsing

læk

Instagram