Kominn með nóg af fölskum spádómum úr The Simpsons: „Þið eruð að eyðileggja bestu gamanþætti allra tíma”

Undanfarin ár hefur það reglulega komið fyrir að netheimar fyllast af fréttum af því hvernig sjónvarpsþáttunum vinsælu The Simpsons hafi tekist að spá fyrir um framtíðina. Pistlahöfundurinn Tom Connick sem skrifar fyrir popp tímaritið NME er kominn með nóg af þessum fréttum og segir þær vera að skemma bestu gamanþáttaröð allra tíma.

Nýjasta slíka fréttin tengist HM í knattspyrnu en aðdáendur þáttanna vilja margir hverjir að Mexíkó og Portúgal mætist í úrslitum keppninnar vegna þess að liðin mættust einu sinni í fótboltaleik í þáttunum.

„Förum aðeins yfir það hversu mikið kjaftæði þetta er. Í fyrsta lagi, þá er leikurinn í þáttunum sýningarleikur og tengist HM ekki neitt. Í öðru lagi þarf enn mikið að gerast til þess að liðin komist bæði í úrslit. Að halda því fram að þessi lið mætist bara út af einhverjum fótboltaleik í sjónvarpsþáttum er móðgandi fyrir hina stoltu, heiðarlegu og göfugu íþrótt sem fótbolti er,” segir Tom í grein sinni.

Frægasta dæmið um spádóm Simpsons þáttanna er dæmi úr þætti frá 2000 þar sem þættirnir eru sagðir spá fyrir um að Donald Trump yrði forseti Bandaríkjanna. Tom bendir á að þátturinn sem spáir fyrir um þetta sé ekki frá árin 2000 heldur árin 2015, þegar Trump var byrjaður að tala opinberlega um vilja sinn til þess að verða forseti.

„Allt þetta Simpsons spádóma rugl er pirrandi. Þetta þarf að stoppa því að þetta er að eyðileggja The Simpsons. Þegar allir brandarar frá gullaldartímabili þáttanna eru teknir úr samhengi og varpað fram eingöngu til þess að fá klikk drepur það töfra bestu gamanþátta allra tíma.”

Lestu grein Tom í heild sinni með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram