Króli áreittur kynferðislega á tónleikum á Selfossi: „Not cool“

Kristinn Óli Haraldsson eða Króli eins og hann kallar sig sagði frá því á Twitter seint í nótt að stelpa sem stödd var á tónleikum á Selfossi hafi ítrekað áreitt hann og snert á honum klofið. Tíst Króla hefur vakið talsverða athygli en atvikið átti sér stað á meðan rapparinn ungi var að spila.

Gellan á selfossi sem snerti á mér klofið ítrekað uppi á sviði eftir að ég sagði henni að hætta…not cool,“ segir í færslu Króla á Twitter sem sjá má neðst í fréttinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir tónlistarmenn greina frá áreiti á tónleikum. Söngkonan, Salka Sól Eyfeld sagði frá því í samtali við Vísi.is að hún hefði verið áreitt af gesti á árshátið Icelandair, snemma á þessu ári.

Auglýsing

læk

Instagram