Króli brotnar saman í ótrúlega áhrifaríku myndbandi UN Women um kynbundið ofbeldi

Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur er yfirskrift herferðar sem UN Women á Íslandi setti af stað í kvöld. Gríðarlega áhrifamikið myndband var birt á Facebook-síðu UN Women þar sem karlar berjast við að lesa frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Átakið snýst um að vekja karlmenn til umhugsunar og vitundar um kynbundið ofbeldi og markmiðið er að þeir beiti sér markvisst gegn því.

Rapparinn Króli, Kristinn Óli Haraldsson, er einn af þeim sem kemur fram í auglýsingunni. Hann brotnar hreinlega saman þegar hann kemst að því að konan sem á frásögnina sem hann les situr á móti honum.

Í samtali við Fréttablaðið segist Króli vona að auglýsingin muni breyta einhverju. „Þetta er mikilvægur boðskapur og það mun skína í gegn í auglýsingunni hversu sterk manneskja það er sem býður sig fram í að segja sína sögu. Ég vona það allavega,“ segir hann á vef Fréttablaðsins.

Það fyrsta sem ég gerði var að ræða við vini mína og segja þeim hvað gerðist, enn þá í smá sjokk.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram