Kvörtuðu undan kulda í heitum nóvember

Breska sykursnúðarnir í hljómsveitinni Lawson komu til landsins 10. nóvember og dvöldu hér í rúma viku við upptökur á nýju efni ásamt því að taka upp tónlistarmyndband, eftir því sem Nútíminn kemst næst.

Adam James Pitts, meðlimur hljómsveitarinnar, kvartaði undan kulda þegar hljómsveitin dvaldi hér á landi. Hann birti mynd af sér í þremur jökkum á Instagram í gær, sem hann sagði vera til að verja sig frá kulda.

Myndin var þó ekki tekin í gær þar sem hljómsveitin hefur nú yfirgefið landið.

Wearing 3 coats trying to keep warm in Iceland.

A photo posted by Adam Pitts (@adamjamespitts) on

Fleiri myndir frá Íslandsferðinni má finna á Instagram-síðu Pitts.

Þetta er nokkuð fyndið í ljósi þess að ef hlýindi undanfarinna daga halda áfram gæti meðalhiti í nóvember orðið hærri en meðalhiti í nóvember síðastliðin tíu ár. Það sem af er nóvember hefur meðalhiti í Reykjavík mælst 5,12 stig sem er tæpum þremur gráðum hærra en meðalhiti í mánuðinum síðustu tíu árin.

Þá segir á veður­bloggi Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings að meðal­hiti í Reykja­vík það sem af er ári sé mjög ná­lægt því að vera sá mesti frá ár­inu 1949. Haldi hlý­ind­in sem hafa verið síðustu daga áfram gæti metið frá ár­inu 2003 því fallið.

Lawson býtur talsverðra vinsælda á Bretlandi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 og gaf út fyrstu plötu sína árið 2012. Platan náði fjórða sæti breska vinsældarlistans. Lög hljómsveitarinnar hafa einnig farið hátt á vinsældarlistum en það síðasta, Juliet, náði þriðja sæti.

Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram