Kvartað undan grófu gríni á Rás 2

Hlustendur Rásar 2 hafa kvartað undan grófu gríni í Steypuvélinni, sem er á dagskrá nokkrum sinnum á dag. Anna Svava Knútsdóttir og Hugleikur Dagsson sjá um Steypuvélina þessa dagana en Dóri DNA sá síðast um dagskrárliðinn.

Sjá einnig: Titringur vegna gríns Dóra DNA um Rás 2

Í skets sem þau kalla Hösslið er fylgst með fólki sem kemur heim saman og er í þann mund að hefja kynmök þegar það kemur í ljós að konan er gjörsamlega siðblind. Að útskýra grín er ekki góð skemmtun, þannig að fólk getur hlustað á atriði á vef RÚV með því að smella hér.

Hlustendur hafa aðallega nýtt Facebook-síður á vegum RÚV til að koma kvörtunum sínum á framfæri. Heimildir Nútímans herma að kvörtunum í gegnum síma hafi snarfækkað með tilkomu samfélagsmiðilsins.

Á síðu þáttarins Hanastéls biður til að mynda einn útvarpsmanninn Dodda litla um að henda upptökum Steypuvélarinnar í ruslið þar sem hann nenni ekki að útskýra „þennan sora sem er í gangi þarna“ fyrir dóttur sinni.

Á Facebook-síðu RÚV spyr önnur hvort það sé „virkilea verið að eyða almannafé í eitthvað sem á að vera grín og kallast Steypuvélin.“ Hún segir að það ætti að taka þáttinn af dagskrá strax.

Það er þó ekki að sjá að Hugleikur hafi áhyggjur af þessu, þar sem segist á Facebook-síðu sinni í dag vilja monta sig vegna þess að sketsinn fékk kvörtun.

 

Auglýsing

læk

Instagram