Tíu stórkostlegar tillögur sem ættu að vera búnar að fá miklu fleiri atkvæði í hönnunarkeppni Strætó

Auglýsing

Eins og Nútíminn greindi frá í júní hefur Strætó sett af stað leik þar sem farþegar og aðrir geta spreytt sig á að skreyta vagn eins og þeim sýnist. Rúmlega 1.100 tillögur hafa borist á vefnum Meistaraverk.is og þær eru nánast jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Smelltu hér til að senda inn tillögu.

Línur eru byrjar að skýrast í toppbáráttunni

Íslenskir feministar tróna enn á toppnum með 1.173 atkvæði, en vagn Skálmaldar þaut upp töfluna síðustu viku og situr nú í öðru sæti með 1.059 atkvæði.

Í næstu viku verða úrslitin ljós og þá fáum við pottþétt að sjá ansi skemmtilegast Strætó keyra um höfuðborgarsvæðið. Þó topp tíu listinn sé glæsilegur þá eru tillögur sem hafa ekki fengið nógu mörg atkvæði að okkar mati. Nútíminn fór í gegnum tillögurnar og valdi nokkrar stórkostlegar tillögur sem á einhvern óskiljanlegan hátt eru ekki ofar.

Auglýsing

Smelltu á Strætó sem þér finnst eiga skilið að vera ofar til að fara á Meistaraverk.is og kjósa.

1. Þjóðin ætti auðvitað eins og hún leggur sig að vera búin að kjósa þennan, enda með lunda OG kind. Áfram Ísland!

2. Aldrei fáum við að gleyma Icesave. Þessi Strætó myndi mögulega vekja upp hræðilegar minningar en það er bara hollt að láta minna sig á hrunið með risavöxnum strætisvagni …

3. Þetta er list. Þessi á heima á safni. 43 atkvæði? Skandall.

4. Annað listaverk. Hvar er menningarelítan þegar efnilegir strætóhönnuðir þurfa á henni að halda?

5. Menningarelíta?

6. Þessi er hrikalega skemmtilegur. Og hönnuðurinn á frægan nafna.

7. Hér höfum við Strætó í anda norðurljósaflugvélar Icelandair. En því miður hefur hann ekki hafið sig til flugs í keppninni. Sjáum hvað setur.

8. Eigum við sem sagt að segja að það séu 66 Harry Potter-aðdáendur eftir á Íslandi? Myndi giska á að þeir væru svona 500 sinnum fleiri.

9. Þessi er geggjaður.

10. Þessi er of sætur til að sleppa honum. Við hljótum að geta gert betur en 179 atkvæði

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram