Laddi er listmálari

Einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar er búin að vera mála myndir undanfarin ár en fór lengi nokkuð leynt með það. Nú er komið að fyrstu sýningunni.

Grínistinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, og eiginkona hans, Sigríður Rut Thorarensen, opna sína fyrstu myndlistarsýningu í Heimahúsinu, Ármúla 8, á morgun.

Laddi segir í samtali við Fréttablaðið í dag að sýningin sé haldin vegna fjölda áskorana.

Við vorum að sýna eitthvað af þessum myndum á Facebook og eftir það vorum við mönuð upp í þetta. Við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum og erum búin að vera að dunda við þetta í frístundum.

Hjónin máluðu tvær myndir í sameiningu en hinar gerðu þau hvort í sínu lagi. Um er að ræða akrýlteikningar og nokkur olíumálverk.

„Ég er meira í fígúrum, andlitum og svoleiðis,“ segir Laddi í Fréttablaðinu.

Sýningin stendur fram á sunnudag. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu.

 

Auglýsing

læk

Instagram