Leikarinn Ólafur Egill vill geta farið í sund á kvöldin og setur af stað undirskriftasöfnun

Leikarinn Ólafur Egill Ólafsson vill geta farið í sund á kvöldin og hefur sett af stað undirskriftasöfnun í von um að fleiri laugar verði opnar lengur.

Vísir greindi fyrst frá. 

Sundlaugar Reykjavíkurborgar loka klukkan 20:00 á föstudögum og klukkan 18:00 um helgar. Aðeins Laugardalslaug er opin til 22:00.

Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir: „Við skorum á Reykjavíkurborg að lengja opnunartíma allra lauga borgarinnar til 22:00 á föstudögum og 20:00 á laugardögum og sunnudögum,“ og hafa tæplega 1.200 mann skrifað undir.

„Ég er einn af fastagestum Vesturbæjarlaugarinnar, fór þangað alla mína barnæsku með ömmum og öfum, og mömmu og pabba og fer þangað með börnin mín og vonandi börnin þeirra líka. Eitt það allra besta sem ég veit er kvöldsund. Synda dálítið eða bara slaka á eftir daginn, taka jafnvel náttfötin með og svífa svo inn í draumalöndin…

Þess vegna hefur mér lengi þótt alveg glatað að allar laugar aðrar en Laugardalslaug loka klukkan 20:00 á föstudögum og 18:00 um helgar. Ég hef lengi talað um þetta en nú er komið að því! Nú hef ég gert undirskriftasöfnun,“ skrifar Ólafur Egill í færslu á Facebook-síðu sinni.

Auglýsing

læk

Instagram