Auglýsing

Lemon opnar loksins á ný á Laugavegi: Verkföllin hægðu á opnun á nýja staðnum

Veitingastaðurinn Lemon opnar á Laugavegi 56 klukkan tíu í dag. Lemon var áður neðar á Laugaveginum og Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum staðarins, segir ýmislegt hafa tafið opnun á nýja staðnum.

„Við lentum í vandræðum með leyfið. Það er að koma nýbygging fyrir aftan húsið og mikil vinna í teikningum og skipulagi hjá borginni tafði allar framkvæmdir,“ segir hann. Þegar það var í höfn tók ekki betra við.

Þá voru skollin á verkföll sem hægðu verulega á en þegar þau leystust loksins þá var hægt að setja allt á fullt með að klára staðinn og opna þess vegna með látum í dag

Lemon opnaði einnig nýlega í Hafnarfirði og verður með sérstakan Lemon vagn á Akureyri í sumar. Staðirnir eru því orðnir fjórir en flaggskipið er að sjálfsögðu við Suðurlandsbraut.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing