Lennon meiddist á typpi í leik

Fótboltamaðurinn Steven Lennon, leikmaður FH, meiddist á typpi í sigri FH á Fram í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vefnum Fótbolti.net. Þar kemur einnig fram að slík meiðsli séu fáheyrð í fótbolta.

Lennon lýsir atvikinu svona í viðtali við fótbolti.net:

Tryggvi [Bjarnason] stökk upp í skalla og þegar hann var á niðurleið fóru takkarnir á skónum hans í typpið á mér og skinnið rifnaði af. Ég hélt áfram á eftir boltanum og sendi hann. Síðan fór mig að svíða og þegar ég kíkti á þetta fékk ég sjokk því að hálft typpið var farið af. Það fór að blæða og undirbuxurnar mínar urðu allar rauðar. Ég sýndi nokkrum leikmönnum á vellinum typpið á mér. Þeir voru líka í sjokki.

Lennon segir að það hafi verið vandræðalegt að sjúkraþjálfari FH hafi þurft að snerta á honum typpið þegar umbúðir voru settar á sárið. Meiðslin eiga ekki að trufla hann í leik FH á móti Val um næstu helgi. „Þetta var saumað og ég fékk umbúðir. Það var gott að typpið datt ekki af. Þeir sögðu að ég megi ekki stunda kynlíf í tíu daga en það mun ekki gerast!”

Smelltu hér til að lesa fréttina á Fótbolti.net.

Auglýsing

læk

Instagram