Leonard Nimoy látinn

Bandaríski leikarinn Leonard Nimoy er látinn. Hann var 83 ára gamall. Nimoy var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Spock í upprunalegu Star Trek-þáttunum og -kvikmyndunum. Hann var einnig leikstjóri, skáld, söngvari og ljósmyndari.

Nimoy lést í dag í UCLA Medical Center í Los Angeles. Fyrr í febrúar var tilkynnt að Nimoy hafði verið greindur með langvinna lungnateppu og 19. febrúar var hann svo fluttur á spítala með mikla verki fyrir brjósti.

Hann var kvæntur leikkonunni Susan Bay og átti tvö börn úr fyrra hjónabandi sínu með Söndru Zober.

Auglýsing

læk

Instagram