Auglýsing

Lilja Alfreðs ræðir uppátæki Hatara: „Þeir hafa auðvitað fullt frelsi til að tjá sig“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að gjörningur Hatara á lokakvöldi Eurovision, vera á ábyrgð listamannanna. Hún varar við því að stjórnmálamenn fari að skipta sér af listinni og er þeirrar skoðunar að listamenn, eins og meðlimir Hatara, verði að fá að njóta listræns frelsis. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Hatarar héldu á Palestínufánanum þegar atkvæði Ísland voru tilkynnt

Meðlimir Hatara héldu Palestínufánanum á lofti á lokakvöldi Eurovision en athæfið hefur vakið athygli um allan heim. Lilja Alfreðsdóttir var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi atvikið.

Hún segist vona að uppátækið fái efnislega meðferð hjá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu eftir keppnina þar sem kom fram að uppátækið yrði rannsakað og Íslendingar gætu átt yfir höfði sér refsingu.

Lilja bendir á að skoðanir fulltrúanna sem keppa í Eurovision þurfi ekki endilega að endurspegla skoðanir þjóðarinnar. Þeir séu einstaklingar sem hafa fullt frelsi til að tjá sig.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lilju úr Bítinu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing