Lögin af plötu Flóna raða sér í níu efstu sætin á Spotify: „Ég er bara í skýjunum“

Tónlistarmaðurinn Flóni sendi í vikunni frá sér nýja plötu sem slegið hefur rækilega í gegn því lögin af plötunni hafa raðað sér í níu efstu sætin á listanum yfir mest spiluðu lögin á Spotify á Íslandi. Á listanum eru tekin saman mest spiluðu lögin á Íslandi þessa stundina og er hann uppfærður daglega.

Sjá einnig: Floni sendir frá sér alveg sturlað myndband við lagið Alltof hratt

Flóni hefur verið í rúmt ár að vinna að gerð plötunnar og var farinn að gera sér góðar vonir um að hún fengi góðar viðtökur. „Ég bjóst alveg við góðum viðtökum en kannski ekki alveg svona. Ég er eiginlega bara í skýjunum með þetta,“ segir Flóni í samtali við Nútímann.

Þetta fyrsta plata Flóna en hann segist vera rétt að byrja. „Ég er alltaf að búa til nýtt efni og það mun pottþétt koma meira frá mér á næstunni.“

Auglýsing

læk

Instagram