Lögregla kölluð til í World Class eftir að kona neitaði að eyða sjálfu

Lögregla var kölluð til í World Class á Seltjarnarnesi í dag eftir að kona neitaði að eyða sjálfu sem hún hafði tekið í búningsklefa stöðvarinnar. Inni á myndinni var líka önnur kona sem var fáklædd og krafðist hún þess að myndinni yrði eytt.

Vísir greinir frá.

Isabella Ósk Másdóttir var í sturtu þegar konan tók myndina en varð vitni að samskiptum kvennanna. Konan sem lenti inni á myndinni fékk að sjá hana og bað í kjölfarið þá sem tók sjálfuna að eyða henni. Sú síðarnefnda harðneitaði.

Starfsmenn World Class reyndu að leysa málið en á endanum var ákveðið að kalla til lögreglu. Þegar Isabella yfirgaf svæðið var verið að taka skýrslu af konunni sem tók sjálfuna.

Myndatökur eru ekki leyfðar í búningsklefum World Class.

Nútíminn hafði samband við skrifstofu World Class. Þar vildi enginn tjá sig um málið.

Auglýsing

læk

Instagram