Auglýsing

Lögregla kölluð til þegar bíll og barnabarn týndust

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk nýverið símtal frá konu á besta aldri sem var í öngum sínum. Konan fann ekki bílinn sinn eftir ferð í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu, það sem gerði málið alvarlegra var að barnabarn konunnar var í bílnum. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar.

Þegar konan áttaði sig á því að bíllinn væri horfinn hringdi hún um leið í lögreglu og tilkynnti þjófnað. Þar á bæ var brugðist skjótt við. Á Facebook síðu lögreglunnar segir að fjöldi lögreglumanna hafi verið kallaður til og mikil leit hafi hafist að bílnum og barninu, sem er á leikskólaaldri.

„Gerðar voru ráðstafanir ef ske kynni að þjófurinn hefði ekið frá höfuðborgarsvæðinu og voru önnur lögregluembætti jafnframt upplýst um málið,” segir í tilkynningu lögreglu.

Rúmum tíu mínútum síðar var leitinni lokið og málið leyst. Það var konan sjálf sem fann bæði bílinn og barnið á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar.

Bíllinn hafði ekki verið færður úr stað eftir allt saman en konan hafði einungis farið út úr verslunarmiðstöðinni á öðrum stað en hún fór inn í hana. Í tilkynningu lögreglu segir að mál sem þessi séu ekki ný af nálinni og að konunni hafi verið mjög létt eftir slæma upplifun.

„Auðvitað getur það komið fyrir alla að vera stundum utan við sig, en hér fór allt vel og það er fyrir mestu.”

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing