Lögreglan hafði afskipti að nemanda í FÁ sem sagðist þurfa eitt læk til að „skjóta upp skólann“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nemanda við Fjölbrautaskólann við Ármúla í morgun eftir að hann birti færslu þar sem hann sagðist þurfa eitt læk til að „skjóta upp skólann sinn“. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í umfjöllun mbl.is kemur fram að nemandinn hafi birt eftirfarandi færslu á Facebook: „Eitt like og ég skít upp skolan minn“. Óeinkennisklæddur lögreglumaður mætti í kjölfarið í skólann og ræddi við nemandann, sem fór heim til sín í kjölfarið að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, skólameistara FÁ.

Haft er eftir Ólafi á mbl.is að lögreglan hafi haft einhverjar upplýsingar um nemandann. „Ég held að þetta hafi bara verið strákapör en lögregla brást alveg rétt við,“ segir hann á mbl.is.

Mér fannst viðbrögð lögreglu markviss og eðlileg.

Rætt verður við nemandann í skólanum á morgun.

Auglýsing

læk

Instagram