Auglýsing

Loksins kominn botn í málið, stafsetningarvillan var á bókun bandaríska ferðamannsins

Laugavegur var rangt stafaður á bókun bandaríska ferðamannsins Noel Santillan sem kom til landsins í gær og ók óvart til Siglufjarðar. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Noel sýndi hótelbókunina frá vefnum Expedia. Þar stendur að Hótel Frón standi við Laugarveg en engin slík gata er í Reykjavík, þar er bara Laugavegur. Laugarvegur er hins vegar á Siglufirði og þar hefur Noel dvalið í góðu yfirlæti frá því í gær.

Sjá einnig: Hótel Frón leiðréttir stafsetningarvilluna

Í fréttum RÚV segist Noel hafa treyst algjörlega á GPS-tækið.

Já, ég treysti algjörlega á GPS tækið og hélt að það myndi leiða mig á réttan stað. Í fyrsta lagi, því ég hef enga aðra tengingu nema GPS hérna. Í öðru lagi, þá nota ég tæknina mikið í Bandaríkjunum, og Google Maps, og það hefur aldrei leitt mig í ógöngur.

Hann sagðist í fréttum RÚV að viðtökurnar á Siglufirði hafi verið mun betri en hann gat ímyndað sér.

„Þetta hefur verið frábært. Ég hef skemmt mér mikið, útsýnið er frábært og sömuleiðis bærinn. Fólkið hefur verið svo hjálpsamt og gott við mig, ég er mjög glaður að vera hér.“

Starfsfólk Hótels Frón er byrjað að leiðrétta stafsetningarvilluna á bókunarsíðum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing