Lygar Donalds Trump úr kappræðunum hraktar

Fyrstu kappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fóru fram í New York í nótt. Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana og Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata tókust í einum stærsta sjónvarpsviðburði allra tíma í Bandaríkjunum.

Politico greindi frá því á dögunum að Donald Trump ljúgi á þriggja mínútna og 15 sekúnda fresti á meðan Hillary Clinton lýgur á 12 mínútna fresti.

Donald Trump átti ansi erfitt með að segja satt í nótt, samkvæmt umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian. Rýnt var í sannleiksgildi þess sem Trump sagði í kappræðunum og Nútíminn tók saman brot af því besta.

 

Donald Trump: „Ég fékk mjög lítið lán frá föður mínum um 1975 sem ég hef notað til þess að byggja upp fyrirtæki sem er nú margra milljarða dollara fyrirtæki.“

Þetta litla lán sem hann fékk frá föður sínum árið 1978 var upp á eina milljón dali, það samsvarar um 3,7 milljónum dala í dag, eða rúmlega 420 milljónum króna. Árið 2007 tók hann fyrirfram greiddan arf úr eignarbúi föður síns sem voru tæpar 10 millónir dala.

Donald Trump: „Glæpatíðni New York er að aukast.“

Glæpatíðni í New York nálgast sögulegt lágmark.

Hillary Clinton: „Donald [Trump] segir gróðurhúsaáhrifin vera uppspuna Kínverja.“

Trump: „Ég sagði það ekki og ég segi það ekki.“

Trump sagði það á Twitter árið 2012:

Hillary Clinton: „Donald studdi innrásina í Írak“

Trump: „Rangt.“

Trump var spurður í útvarpsþátti nokkrum mánuðum fyrir Íraksstríðið hvort hann studdi árás Bandaríkjanna á Saddam Hussein og svaraði því játandi.

Þegar umræðan fór að snúast um Isis sagði Trump að Clinton hafa verið að „berjast gegn Isis öll sín fullorðinsár.“

Upphaf Isis má rekja til tímabils þegar George W Bush var forseti Bandaríkjana. Hópurinn festi rætur sínar í Sýrlandi en Bandaríkin fóru fyrst að skipta sér af því svæði árið 2014.

Isis náði athygli heimsis 2014 þegar þeir gerðu árás í Írak. Clinton var ekki utanríkisráðherra Bandaríkjana þá. Nokkuð ljóst er að Clinton hefur ekki barist við Ísis öll sín fullorðinsár.

Í lokin má sjá síðan hversu oft Donald Trump greip fram í fyrir Hillary Clinton

https://www.youtube.com/watch?v=AlnD_odhFj4

Auglýsing

læk

Instagram