Macland kaupir iStore

Macland hefur keypt rekstur iStore í Kringlunni. Á vef Maclands kemur fram að fyrirtækin hafi frá upphafi deilt hugsjón um að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og á því verði engin breyting.

Bæði fyrirtækin voru stofnuð árið 2009. Macland var fyrst um sinn í heimahúsi en flutti í Sirkushúsið á Klapparstíg árið 2010 og frá árinu 2013 hefur það verið til húsa á Laugavegi 23. iStore var fyrst um sinn á Tryggvagötu en fluttist í Kringluna árið 2012.

Macland mun formlega opna verslun í stað iStore í Kringlunni í næstu viku og verður áfram með verslun á Laugavegi.

Auglýsing

læk

Instagram