Maðurinn með ljáinn stígur fram, löggunni fannst þetta bara fyndið

Lög­regl­unni barst í gær­kvöldi ábend­ing um mann sem var ber­fætt­ur í svört­um kufli og með ljá í hendi við gatna­mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Borg­ar­túns. Fréttirnar um manninn með ljáinn hafa vakið mikla athygli í dag og jafnvel óhug hjá fólki. Það þarf þó enginn að óttast þar sem uppátækið var hluti af verkefni fyrir Ljósmyndaskólann.

Maðurinn með ljáinn heitir Sveinn Jónsson og var að hjálpa vini sínum, ljósmyndanemanum Finnibirni Finnbjörnssyni, með verkefnið.

„Við byrjuðum á myndatöku fyrir utan vitann á Gróttu og fórum svo á Nonnabita. Ég var að sjálfsögðu í kuflinum þar en ljárin var samt skilinn eftir úti í bíl. Ég vildi ekki fæla viðskiptavinina frá Nonna,“ segir Sveinn léttur.

Félagarnir fóru næst á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns en Sveinn segir að uppátækið hafi ekki vakið mikla athygli vegfarenda. Reykvíkingar greinilega öllu vanir en blaðamaðurinn Birgir Olgeirsson virtist þó telja að sinn hinsti dagur væri runninn upp.

„Tveir bílar flautuðu þegar þeir óku fram hjá og hópur af unglingum hló og tók myndir,“ segir Sveinn.

Löggan kom akkúrat á þeim tímapunkti þegar ég var inni í bíl á milli taka — ég þurfti að ná hita í fæturna aftur. Það var frekar óþægilegt að standa berfættur í tíu mínútur á köldum gangstéttarhellum.

Sveinn hefur enga hugmynd um hver hringdi á lögregluna, sem var þó róleg yfir uppátækinu.

„Jújú, þeir spjölluðu bara við ljósmyndarann og fóru svo fimm mínútum síðar í eitthvað annað. Þeim fannst þetta bara fyndið.“

Hér má sjá eina mynd sem var tekin í gær.

Auglýsing

læk

Instagram