Maðurinn sem féll í Gullfoss líklega ekki erlendur ferðamaður, leit hefur engan árangur borið

Ólík­legt þykir að maður­inn sem féll í Gull­foss í gær sé er­lend­ur ferðamaður en það er Mbl.is sem greinir frá því nú í morgun. Vísbendingar um bíl, sem talinn er vera í eigu mannsins benda til þess að svo sé ekki. Þetta staðfest­i Sveinn Kristján Rún­ars­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is.

Lögreglan vinnur nú að því að ræða við fólk sem tengist umræddum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar.

Eins og greint var frá í gær féll maður í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm. Björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu síðar, ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar sem tók einnig þátt í leitinni. Leit var hætt rétt eftir miðnætti í gær en hófst aftur á níunda tímanum í morgun. Hátt í 200 björgunarsveitarmenn af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í leitinni í gær sem bar engan árangur.

Auglýsing

læk

Instagram