Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir Agli í hag

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. Þetta kemur fram á Vísi.

Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján birti við mynd á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk. Ingi var sýknaður af ákæru um meiðyrði í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember árið 2013. Hæstiréttur Íslands staðfesti svo niðurstöðuna.

Dómurinn í mannréttindadómstólnum var kveðinn upp í morgun. Í umfjöllun Vísis kemur fram að íslenska ríkið þurfi að greiða Agli 17.500 evrur málskostnaðar eða um 2,1 milljón íslenskra króna.

Auglýsing

læk

Instagram