Matti leitar að húðflúruðum afa

Útvarpsmaðurinn Matthías Már Magnússon vinnur að heimildarmynd um sögu húðflúrs á Íslandi. Myndina vinnur hann í samstarfi við Eggert Gunnarsson kvikmyndagerðarmann. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Í myndinni er talað við alla helstu flúrara landsins og leitað verður eftir uppruna listarinnar á landinu. Á meðal þess sem Matthías hefur komist að er að húðflúrbyssur voru fluttar til landsins með bandarískum hermönnum á fimmta áratugnum.

Matthías segir í Fréttatímanum að hann telji líkur á að Íslendingar hafi fengið húðflúr frá bandaríska hernum og leitar nú að þeim.

„Við erum að vinna að þessu og erum á byrjunarstigi myndarinnar og þess vegna viljum við biðla til fólks um að hafa samband við okkur ef það veit eitthvað meira um þetta,“ segir hann í Fréttatímanum.

Það er aldrei að vita nema að þarna úti eigi einhver afa sem skarti 60 eða 70 ára gömlu húðflúri frá bandaríska hernum.

Heimildarmyndin Inked in Iceland hefur hafið fjáröflun á Karolina Fund. Smelltu hér til að styrkja myndina.

Auglýsing

læk

Instagram