Meðlimir Wu-Tang Clan vildu myndir af sér með manninum með Wu-Tang Clan skeggið

Method Man úr hljómsveitinni Wu-Tang Clan setti mynd af Arnaldi Grétarssyni inn á Instagram-síðu sína og sendi honum kveðju í fyrra. Myndin af skegginu vakti mikla athygli og kom meðal annars fyrir augu annarra meðlima í hljómsveitinni í þætti á MTV.

Arnaldur var svona eiginlega búinn að lofa að raka á sig skeggið á ný ef hljómsveitin kæmi til landsins. Hann gat því ekki skorast undan þegar Wu-Tang var bókuð á Secret Solstice-hátíðina sem fór fram í Laugardal um helgina.

Í gær var hann svo dreginn baksviðs þar sem hann fékk að hitta þá GZA, U-God, Inspectah Deck, Ghostface Killah, Cappadonna og Masta Killa. Hann játar að skeggið hafi verið nokkurs konar aðgöngumiði baksviðs.

„Þetta er fyrst og fremst mjög undarlegt allt saman. Og óraunverulegt,“ segir hann í samtali við Nútímann.

Ég var dreginn baksviðs að hitta mennina og þeim fannst þetta geðvekt fyndið og skemmtilegt.

Hann segir þá félag hafa furðulega lítið togað og fiktað í skegginu. „Það kom samt aðeins fyrir,“ segir hann og bætir við að þeir hafi grínað mikið, fundist þetta stórskemmtilegt og beðið um myndir af sér með honum. Samband aðdáandans og hljómsveitarinnar snerist því við.

En nú, eftir netfrægð og fund með hljómsveitinni, er tilgangi skeggsins náð?

„Ég efast um að ég geti mjólkað það mikið meira. Nú þarf ég að finna einhverja aðra hljómsveit,“ segir Arnaldur laufléttur.

Auglýsing

læk

Instagram