Mike Tyson á leiðinni til landsins

Hnefaleikakappinn Mike Tyson er væntanlegur til landsins í haust með sýningu sína: The Undisputed Truth. Þetta kom fram í þætti Valtýs og Jóa á Bylgjunni.

Sjá einnig: Ný bók um Tyson: „Nauðgunarmálið var óhjákvæmilegt“

Björgvin Rúnarsson, sem flytur Tyson til landsins, sagði í þættinum að hann dragi ekkert undan í sýningunni.

Hann setti upp með sjónvarpsstöðinni HBO sýningu fyrir nokkrum árum sem að heitir Mike Tyson lætur allt flakka. Þar er hann að fara yfir ferilinn sinn frá því að hann er peyi og til dagsins í dag. Hann dregur ekkert undan og þetta er sýnt á stóru sviði með stórum skjáum.

Eftir sýninguna hyggst Tyson svara spurningum áhorfenda úr sal. Unnið hefur verið að komu hans síðustu mánuði og staðfestingin kom í gærkvöldinu. Líklegt er Tyson mæti til landsins í september eða október.

Viðtalið við Björgvin má heyra hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram