Misskilningur að Arna Ýr sé hætt að taka þátt í fegurðarsamkeppnum: „Komið gott af lélegum keppnum“

Arna Ýr Jónsdóttir var hætt að taka þátt í lélegum fegurðarsamkeppnum — ekki öllum fegurðarsamkeppnum. Þetta kom fram í viðtali við Örnu í Brennslunni á FM957 í morgun.

Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland 2017 í Gamla bíói í gærkvöldi. Arna Ýr var Ungfrú Ísland árið 2015 og er því fyrsta stúlkan sem vinnur báðar keppnirnar. Hún fer fyrir Íslands hönd í lokakeppni Miss Universe sem verður haldin í nóvember.

Sjá einnig: Bankamenn buðu Örnu Ýr 600 þúsund fyrir að koma með í siglingu: „Viss um að þetta sé kókaín-nauðgunarpartý“

Það vakti mikla athygli í október í fyrra þegar Arna Ýr hætti við þátttöku í keppninni Miss Grand International en hún sagðist í kjölfarið ætla að leggja hælana á hilluna.

Í október lýst Arna Ýr framkomu starfsfólks keppninnar í sinn garð á Snapchat. Hún sagðist hafa fengið skilaboð frá eiganda keppninnar um að hún væri of feit og þyrfti að létta sig. Þá sagði hún starfsfólk keppninnar hafa haldið því sama fram og neitað henni um máltíðir.

Í kjölfarið sagði Arna Ýr í færslu á Facebook að hún ætli ekki að láta segja sér að hún sé of feit til þess að vera flott uppi á sviði. „Ég er hætt. Ég ætla ekki upp á svið í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International,“ sagði hún.

Ég er farin af hótelinu og verð annars staðar í nótt. Ég skildi eftir bréf til eigandans og útskýrði hversu fáránleg skilaboð þetta eru. Takk kærlega fyrir stuðninginn! Ég fer heim sem sigurvegari og stoltasti íslendingur í heimi. P.s. Hælarnir lagðir á hilluna!

Arna Ýr var í viðtali í Brennslunni í morgun og var þar spurð út í þessi ummæli. „Nú er komið gott af lélegum keppnum, ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir,“ sagði hún í Brennslunni.

„Það er það sem fólk er að misskilja. Ég nefnilega ætlaði að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég var ekki að fíla. Þetta var númer eitt, tvö og þrjú æðislegt og þess vegna er í þessu.“

Auglýsing

læk

Instagram