Móðir þreytt á munnsöfnuði fótboltadrengja: „Spyr mig ítrekað hvað „fucking bitch“ þýðir“

Sigríður Droplaug Jónsdóttir, móðir sjö ára drengs sem sótti knattspyrnunámskeið hjá Fram, hefur fengið sig fullsadda á munnsöfnuði ungra iðkenda og skorar á félagið að gera betur í þeim málum.

Sigríður birti færslu á Facebook í dag þar sem hún segir að sum orðræða sé ekki lagi. „Mikið þætti mér vænt um ef þjálfarar hjá yngri flokkum Fram í knattspyrnu myndu kenna iðkendum sínum hvaða orð eru viðeigandi og í hvaða aðstæðum og að sum orð eru ekki viðeigandi,“ segir hún.

Sjö ára sonur minn kemur heim af knattspyrnunámskeiði og spyr mig ítrekað hvað „fucking bitch“ þýðir og segir mér í leiðinni að einn strákur öskri þetta í hvert skipti sem hann skýtur framhjá eða klúðrar einhverju á æfingu.

Sigríður segir að í þessum tilvikum eigi þjálfarinn að kenna börnunum að sumt sé ekki í lagi. „Einnig er það einlæg ósk mín að þjálfarar taki fyrir þetta endalausa „homma“-uppnefni sem virðist tíðkast á fótboltavellinum og/eða í búningsklefanum,“ segir hún.

„Ég skora á Fram að sinna hlutverki sínu af kostgæfni og kenna iðkendum sínum góða framkomu bæði inni á vellinum sem og utan hans, í garð andstæðinga og liðsfélaga og að sum orðræða er bara ekki í lagi! Áfram Fram!“

Auglýsing

læk

Instagram