Mulder og Scully með endurkomu ársins: Nýir X-Files þættir framleiddir

Sjónvarpsþættirnir The X-Files, eða Ráðgátur eins og þættirnir voru kallaðir á Íslandi, snúa aftur á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni Fox.

David Duchovny og Gillian Anderson snúa aftur sem Mulder og Scully og sex nýir þættir verða framleiddir.

The X-Files hófu göngu sína árið 1993 og nutu mikilla vinsælda. Þættirnir fylgdu eftir Mulder og Scully sem störfuðu fyrir FBI og rannsökuðu ýmis dularfull mál, sem tengdust oftar en ekki lífi á öðrum hnöttum. Níu þáttaraðir voru framleiddar til ársins 2002.


Framleiðsla á nýju þáttunum hefst í sumar en ekki hefur verið gefið út hvenær sýningar hefjast.

Auglýsing

læk

Instagram