Myndband: Conor McGregor í viðtali hjá Conan O’Brien: „Mun klára Mayweather í fjórum lotum“

Írinn geðþekki, Conor McGregor var gestur hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O’Brien í gærkvöldi til að ræða bardagann við Floyd Mayweather sem fram fer í Las Vegas eftir rúma viku.

McGrgor var eins og við var að búast með munninn fyrir neðan nefið og sagðist ekki hafa áhyggjur af Mayweather. „Ég mun klára Mayweather í fjórum lotum. Ég mun stíga fram og ganga frá þessu máli,“ sagði Conor.

Hann er 40 ár og mun ekki ráða við hraðann minn

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Conor spáir fyrir um eigin sigur en hann sagði meðal annars í viðtali við MMA Junkie fyrir bardaginn við Jose Aldo á síðasta ári að hann ætlaði að miða á hökuna og rota hann. Flestir þekkja þá sögu en Conor rotaði Aldo eftir 13 sekúndur í þeim bardaga.

Núna ætlar Conor að gefa sér fjórar lotur til að klára  Mayweather en fróðlegt verður að sjá hvort honum takist það.

Auglýsing

læk

Instagram