Myndbönd af Snapchat á meðal gagna lögreglunnar í manndrápsmálinu í Mosfellsdal

Upptökur af Snapchat, sem sýna Arnar Jónsson Aspar liggja hreyfingarlausan og bláan í framan, eru á meðal gagna lögreglunnar í rannsókninni á líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars í Mosfellsdal í júní. Upptökurnar eru úr símum Jóns Trausta Lútherssonar og Sveins Gests Tryggvasonar og á þeim heyrast þeir báðir tala á niðrandi hátt til Arnars.

Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir Sveini Gesti og Jóni Trausta sem hafa verið birtir voru á vef Hæstaréttar. Í greinargerð lögreglu kemur fram að Sveinn Gestur sé grunaður um að hafa haldið Arnari í hálstaki í margar mínútur þar til hann hafi misst meðvitund og látist í kjölfarið. „Að mati lögreglustjóra sé um að ræða tilefnislausa og fólskulega líkamsárás sem leitt hafi til dauða brotaþola,“ segir í greinargerðinni.

Í greinargerðinni kemur einnig fram að bæði Sveinn Gestur og Jón Trausti hafi neitað sök við yfirheyrslur en að framburður þeirra sé ekki í samræmi við upptökur og myndbönd sem eru meðal rannsóknargagna.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti en felldi gæsluvarðhaldið yfir Jóni Trausta úr gildi með þeim rökum að Sveinn hafi haldið Arnari í hálstaki og slegið hann ítrekað andlitið. Hálstakið sé því aðalþátturinn sem leiddi til láts Arnars.

Auglýsing

læk

Instagram