Netflix semur við Sam-félagið: Einu skrefi nær Íslandi

Sam-félagið hefur náð samningum við afþreyingarrisann Netflix og er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir þjónustuna seint á þessu ári. Árni Samúelsson, forstjóri Sam-félagsins staðfesti þetta við fréttastofu RÚV.

Sjá einnig: Netflix prófar að loka á notendur sem fara krókaleiðir að áskrift

Nútíminn sagði fyrstur fjölmiðla frá því í október á síðasta ári að Netflix hugðist opna fyrir þjónustu sína hér á landi. Áður en Netflix opnar fyrir þjónustu sína hér á landi þarf fyrirtækið að semja um sýningarréttinn á kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og barnaefni.

Viðræður afþreyingarrisans við íslensku fyrirtækin hófust í fyrra. Búið er að semja við Sam-félagið en í janúar var greint frá því að viðræður við Senu væru langt komnar en að viðræðurnar við Myndform séu ekki eins langt komnar.

Allt að 20 þúsund íslensk heimili eru tengd Netflix í gegnum krókaleiðir, samkvæmt könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið.

Netflix hyggst semja um notkun á íslenskum textum. Heimildir Nútímans herma að fyrirtækið sé þegar byrjað á því og Íslensk fyrirtæki sem sjá um textun séu að þjónusta Netflix.

Ómögulegt er að segja nákvæmlega hvenær þjónustan opnar hér á landi.

Auglýsing

læk

Instagram