Ný 190 milljón króna lýsing í Leifsstöð getur líkt eftir norðurljósum og íslenska fánanum

Ný lýsing hefur verið sett upp í 5.000 fermetra verslunarsvæði norðurbyggingarinnar í Leifsstöð. Lýsingin býður upp á ýmsa möguleika og kostaði 190 milljónir króna. Þetta kemur fram í Stundinni.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Isavia, segir er í samtali við Stundina að lýsingin noti LED-tækni og bjóði upp á mikinn sveigjanleika í að breyta styrk, litum, hlýleika ljóss og fleira.

Til dæmis er hægt að hafa hlýrri eða kaldari birtu, jólalega birtu um jólin, líkja eftir norðurljósum og fleira. Þannig er hægt að tengja stemninguna í flugstöðinni við árstíðirnar eða það sem er að gerast á Íslandi hverju sinni.

Þau sem hafa séð lýsinguna líkja eftir norðurljósum segja að mikið sjónarspil sé að ræða. Guðni segir í Stundinni að eitt af markmiðunum við endurhönnun verslunarsvæðisins hafi verið að tengjast betur náttúru Íslands í litavali og hönnun og auka farþegaupplifun. „Þessi sveigjanleiki í lýsingu er þáttur í því,“ segir hann.

„Á venjulegum degi er þetta bara venjuleg hvít lýsing en á tyllidögum er til dæmis hægt að setja á norðurljósastillingu, íslenska fánann ef Íslendingar verða Evrópumeistarar í fótbolta, Gay Pride fánann á hinsegin dögum og svo framvegis,“ segir Guðni í frétt Stundarinnar.

Auglýsing

læk

Instagram