Auglýsing

Ólafur Darri í stóru hlutverki í nýjum bandarískum grínþáttum sem voru að detta inn á Netflix

Ólafur Darri Ólafsson er í stóru hlutverki í annarri seríu bandarísku grínþáttanna Lady Dynamite sem datt inn á Netflix í dag. Horfðu á stiklu úr þáttunum hér fyrir ofan.

Ólafur leikur Scott, kærasta Mariu sem þættirnir fjalla um. Grínistinn Maria Bamford leikur sjálfa sig í þáttunum sem eru byggðir á lífi hennar og fjalla um glímu hennar við geðsjúkdóma. Ólafur lék einnig í nokkrum þáttum í fyrstu þáttaröð en kemur fram í öllum átta þáttum annarrar seríu.

Og hann er í góðum félagsskap. Á meðal þeirra sem koma fram í þáttunum eru grínistarnir Andy Samberg, Judy Greer, Jenny Slate, Jason Mantzoukas, Weird Al Yankovic, Fred Armisen, David Spade og frameiðandinn Judd Apatow, sem ber ábyrgð á mörgum af bestu grínmyndunum í Hollywood undanfarin ár.

Ólafur er reyndar kallaður Ólafur Darri Ólafssont í stiklunni en við látum það slæda.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing