Ólafur Darri þurfti ekki að fara í áheyrnarprufu: „Magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg“

Ólafur Darri þurfti ekki einu sinni að mæta í áheyrnarprufu fyrir nýjustu stórmynd Steven Spielberg, The BFG. Þetta kemur fram í viðtali við Ólaf á vefnum Digital Spy.

„Hann hafði samband við mig upp úr þurru og bauð með hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri í viðtalinu.

Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnarprufa. Þegar Steven hefur tekið ákvörðun, þá virðist hún bara standa. Það var frábær tilfinning og vonandi stenst ég væntingar hans.

Myndin verður frumsýnd 1. júlí en stikluna má sjá hér fyrir neðan. Í viðtalinu getur Ólafur lítið tjáð sig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk hann fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í myndinni.

„Mark er auðmjúkur og frábær maður. Hann er stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og hann á að mínu mati skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“

Auglýsing

læk

Instagram