Auglýsing

Myndband: Bjarney opnar sig um nauðgun: „Eitthvað sem maður samþykkir ekki“

„Það að maður skuli í alvöru vilja vera lifandi ennþá, það er þessi hjálp sem maður fékk,“ segir Bjarney Rún Haraldsdóttir í tilfinningaþrungnu myndskeiði Stígamóta en þar opnar hún sig um nauðgun sem hún varð fyrir.

Sjá einnig: Þrifu og öskruðu fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, tölur fólksins vöktu athygli 

Viðtalið er hluti af fræðslu- og söfnunarátaki Stígamóta sem ber yfirskriftina „Styttum svartnættið“ og munu fleiri myndskeið fylgja í kjölfarið.

„… að hlaupa síðan út, með svo mikla áverka og svo marin og blá… Það er eitthvað sem maður samþykkir ekki,“ segir Bjarney Rún einnig í myndskeiðinu.

„Í dag hrindum við formlega af stað söfnunarátaki Stígamóta sem ber yfirskriftina „Styttum svartnættið“, en tíminn sem líður frá því að kynferðisbrot er framið þar til brotaþoli leitar sér aðstoðar er oft langur. Markmiðið með herferðinni er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta, en starfið er mikilvægt og við þurfum að auka þjónustuna, sem getur beinlínis snúist um að bjarga mannslífum. Söfnunin nær síðan hámarki með samnefndum þætti á Stöð 2 föstudaginn 18. nóvember.

Á næstu dögum munum við birta viðtöl við Stígamótafólk sem af einstöku hugrekki og æðruleysi opnar sig um erfiða reynslu fyrir alþjóð. Við erum þeim öllum innilega þakklát fyrir sitt framlag til herferðarinnar. Hér er fyrsta myndband, en það er viðtal sem við tókum við Bjarneyju Rún Haraldsdóttur,“ segir í færslu á Facebook-síðu Stígamóta. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing