Pétur Jóhann á spítala í miðjum tökum

Leikarinn Pétur Jóhann Sigfússon var lagður inn á Landspítalann á föstudag með lungnabólgu. Pétur Jóhann er í miðjum tökum á gamanþáttunum Drekasvæðið en þar á bæ eru menn með ráð undir rifi hverju og hafa fengið stórskotalið til að leysa hann af.

Sjá einnig: Pétur jóhann til liðs við RÚV

Pétur Jóhann fékk heiftarlega flensu í síðustu viku sem fór á endanum í lungað á honum. Þetta segir Kristófer Dignus, leikstjóri Drekasvæðisins. Pétur ætti að útskrifast á morgun en Þorsteinn Bachmann, Sveppi, Hannes Óli og Gói hafa þó verið fengnir til að leysa Pétur af í þeim atriðum sem eftir eru.

Drekasvæðið er sketsaþáttur sem verður sýndur á RÚV í mars. Þættirnir verða átta talsins og eru skrifaðir af Ara Eldjarn, Braga Valdimar Skúlasyni, Guðmundi Pálssyni og Pétri Jóhanni og framleiddir af Stórveldinu.

Ásamt höfundunum leika Saga Garðarsdóttir, Hilmar Guðjónsson, María Heba Þorkelsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir í þáttunum.

Auglýsing

læk

Instagram